Beykidalur 6, 260 Njarðvík
53.500.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sérinngangi
4 herb.
115 m2
53.500.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2008
Brunabótamat
53.650.000
Fasteignamat
48.350.000

ALLT fasteignasala kynnir í einkasölu huggulega og bjarta 4 herbergja íbúð við Beykidal 6, 260 Reykjanesbær, nánar tiltekið eign merkt 01-01, birt stærð 115.6 fm.

Nánari upplýsingar veitir/veita:
Elín Frímannsdóttir aðstoðarmaður fasteignasala, í síma 560-5521, tölvupóstur [email protected]
Páll Þorbjörnsson Löggiltur fasteignasali, í síma 560-5501, tölvupóstur [email protected].


*Ný útidyrahurð úr pvc.
*Nýjir gluggar í hjónaherbergi og baðherbergi úr pvc. 
*Leiktæki í sameign verða endurnýjuð fljótlega.
*Farið verður í viðgerð á ytrabyrði á húsinu í sumar. Seljandi hefur núþegar greitt fyrir sinn hlut.
*Tvö merkt stæði fyrir framan íbúð fylga. 


Fáðu allar helstu upplýsingar um eignina núna strax! 
 
Nánari lýsing eignar:
Forstofan hefur flísar á gólfi og eikar fataskáp. Ný útidyrahurð. Búið er að samþykkja byggingu skjólveggs við útidyrahurð á kostnað eiganda. 
Þvottahús er innaf forstofu og hefur það flísar á gólfi, hvít innrétting með skolvask og tæki í vinnuhæð. Rýmið er frekar stórt, eða um 9,2fm og er geymsla opin í þvottarhúsið.
Stofan er björt og rúmgóð og hefur hún parket á gólfi, hurð er út á baklóð frá stofu. 
Eldhús er opið við stofu og hefur flísar á gólfi og hvíta innréttingu. 
Herbergin eru þrjú og hafa þau parket á gólfi, þar eru góðir eikar fataskápar. 
Baðherbergi hefur flísar á gólfi og veggjum og hvíta innréttingu með góðu skápaplássi,upphengt salerni og baðkar með sturtu.
Geymsla er sameiginleg.
Í sameign er leiksvæði fyrir börn og leiktæki verða endurnýjuð von bráðar. 
Tvö merkt stæði fyrir framan eignina. 

ALLT fasteignasala er staðsett á eftirfarandi stöðum:
Hafnargötu 91, 230 Reykjanesbæ - Víkurbraut 62,  240 Grindavík - Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ
 
Kostnaður kaupanda:
1. Af gjaldskyldum skjölum skal greiða 0,8% af fasteignamati ef kaupandi er einstaklingur og 1,6% af fasteignamati ef kaupandi er lögaðili.
2. Þinglýsingargjald á hvert skjal er kr. 2.700.
3. Lántökugjald fer eftir verðskrá lánastofnunar hverju sinni.
4. Umsýslugjald til ALLT fasteignasölu er kr. 50.000 auk vsk.
5. Sé um nýbyggingu um að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.

Skoðunar- og aðgæsluskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALLT fasteignasala vill beina því til væntanlegs kaupanda að kynna sér ástand fasteignar vel við skoðun og fyrir tilboðsgerð. Ef þurfa þykir er ráðlagt að leita til sérfræðifróðra aðila. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit þetta er samið af fasteignasala til samræmis við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Upplýsingar þær sem koma fram í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, frá seljanda og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eignina til samræmis við upplýsingaskyldu sína sbr. lög um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteignar sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, eins og t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.